Ferill 329. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1539  —  329. mál.
2. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um Menntasjóð námsmanna.

Frá 3. minni hluta allsherjar- og menntamálanefndar (ÞorbG).


     1.      Við 2. gr.
                  a.      1. málsl. 2. mgr. orðist svo: Heimilt er að veita framfærslulán sem skal að lágmarki nema neysluviðmiði félagsmálaráðuneytis að viðbættum húsnæðiskostnaði og að teknu tilliti til fjölskyldustærðar námsmanns og búsetu.
                  b.      4. mgr. orðist svo:
                       Nánar skal mælt fyrir um framkvæmd þessa í úthlutunarreglum, þ.m.t. hámark skólagjaldalána og takmarkanir miðað við námsframvindu námsmanns. Sjálfsaflafé námsmanna skal ekki koma til frádráttar á heimild til lántöku.
     2.      3. mgr. 4. gr. orðist svo:
                  Heimilt er að veita námslán til doktorsnáms fyrir 240 ECTS-einingum til viðbótar þeim einingum sem kveðið er á um í 2. mgr.
     3.      14. gr. orðist svo ásamt fyrirsögn:

Námsstyrkur.


                  Námsmenn sem stunda nám sem telst lánshæft skv. II. kafla geta sótt um námsstyrk til framfærslu sem nemur 72.000 kr. á mánuði miðað við fulla námsframvindu skv. 13. gr. Fjárhæð styrks tekur breytingum fyrir upphaf hvers skólaárs í réttu hlutfalli við breytingu á vísitölu neysluverðs næstliðins almanaksárs fyrir viðkomandi skólaár. Fjárhæðin skal birt í úthlutunarreglum og vera óbreytt alla mánuði skólaársins.
                  Námsmenn geta valið um hvort námsstyrkur þeirra sé greiddur út mánaðarlega eða í lok hverrar annar. Hafi hærri styrkur verið greiddur en námsframvinda skv. 13. gr. veitir rétt til verður fjárhæð hans skuldfærð sem námslán eða kemur til hækkunar höfuðstóls ef námsmaður hefur þegar þegið námslán.
                  Námsstyrkur er veittur í níu mánuði á hverju skólaári og skiptist jafnt á haust- og vormissiri eða jafnt á haust-, vetrar- og vormissiri þegar um fjórðungaskóla er að ræða. Heimilt er í úthlutunarreglum að mæla fyrir um að námsstyrkur sé veittur í allt að þrjá mánuði til viðbótar vegna náms á sumarmissiri sem uppfyllir nánari skilyrði úthlutunarreglna.
                  Námsstyrkur hvers námsmanns er veittur að hámarki í 45 mánuði óháð því hvort veittur er fullur styrkur á hverju missiri eða hlutfallslegur, sbr. 13. gr., og eingöngu í þeim mánuðum þegar fullt nám er stundað, sbr. 3. mgr. og nánari ákvæði í úthlutunarreglum.
                  Fjárhæð námsstyrks kemur til frádráttar á heimild til framfærsluláns þau missiri sem hann er veittur.
     4.      1. málsl. 1. mgr. 19. gr. orðist svo: Endurgreiðslur námslána hefjast tveimur árum eftir námslok nema lánþegi óski eftir því að hefja endurgreiðslur fyrr.